Un cadre de référence pour les approches plurielles

Yfirlit yfir FREPA

Um hvað snýst FREPA?  Í FREPA er að finna ítarlegar lýsingar á fjöltyngdri og fjölmenningarlegri menntun sem best er að þróa með aðferðafræði tungumálalegrar og menningarlegrar fjölhyggju.  Þess vegna skipar FREPA þýðingarmikinn sess við að ná menntunarmarkmiðum Evrópuráðsins á sviði tungumála og menningar.

Hvað er aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju? 

Hverjir ættu að vita um FREPA? Allir kennarar sem hafa áhuga á fjöltyngdri og fjölmenningarlegri menntun, án tillits til þess hvaða fag þeir kenna.  Einnig þeir sem  sjá um að þjálfa kennara, stefnumótendur, þeir sem koma að gerð námskrár og kennsluáætlana sem og höfundar kennslubóka. 

FREPA býður upp á:

• kerfisbundna lýsingu á hæfni og úrræðum (þekkingu, færni og viðhorfum) sem þróa ætti  innan ramma fjöltyngdra og fjölmenningarlegra kennsluhátta
gagnagrunn þar sem er að finna kennsluefni til notkunar á netinu 
• æfingapakka á netinu til notkunar við þjálfun nýútskrifaðra og starfandi kennara

Aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju 

Með hugtakinu aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju er vísað til aðferðafræði sem felur í sér að notuð eru nokkur (eða allavega fleiri en eitt) tungumál eða menningarafbrigði samtímis meðan á kennslunni stendur. Þessi aðferð er til mótvægis við kennslu sem kalla mætti „einhliða”, en þar einskorðast aðferðafræðin við eitt tungumál eða menningu án samhengis við önnur tungumál eða menningu (einhliða). Einhliða aðferðir af þessu tagi voru sértaklega hafðar í hávegum þegar tungumálakennsla, sem einungis fór fram á tungumálinu sem kenna átti og síðar „samskipta“ aðferðir voru þróaðar. Allar þýðingar eða tengingar við móðurmálið voru bannaðar í tungumálakennslunni. 

Á síðastliðnum þrjátíu árum hafa orðið til fjórar aðferðir við tungumálakennslu þar sem notuð er aðferðafræði fjölhyggju. 

Vitundarvakning um tungumál

Vinna við nokkur evrópsk verkefni hefur orðið þess valdandi því að vitundarvakning um vægi tungumála hefur náð að þróast á víðtækari hátt. Skilgreiningin er að hugtakið „vitundarvakning um vægi tungumála sé notað til að lýsa aðferðum þar sem eitthvað af kennslunni kemur inn á  tungumál sem ekki er verið að til að kenna í skólanum”. Þetta þýðir samt ekki að aðferðin tengist einungis slíkum tungumálum, heldur öllum tungumálum sem verið er að kenna og læra.

En hún á ekki einungis við tungumál sem hafa verið „lærð”, heldur kemur inn á allskonar önnur tungumálatengd málefni. Þetta geta verið hvaða málefni sem er, t.d. úr umhverfi, fjölskyldulífi og hvaðanæva að úr heiminum. Vegna þess gífurlega fjölda tungumála sem nemendur vinna með virðist vitundarvakningin um tungumál skipta mestu máli í aðferðafræði fjölhyggju. Aðferðafræðin var þróuð sérstaklega og notuð á námskeiði til að bjóða skólabörn velkomin í fjölbreytilegt tungumálaumhverfi við upphaf skólagöngunnar (og kynna þeim fjölbreytileika eigin tungumáls). Þó námskeiðið hafi verið gert fyrir barnaskólastigið má einnig nýta það við tungumálakennslu á öðrum skólastigum. 

L'Eveil aux langues (vitundarvakning um tungumál), aðferðafræðin Evlang og Jaling þróuðu sérstaklega, tengist greinilega hreyfingunni meðvitund um tungumál sem E. Hawkins ýtti úr vör í Bretlandi á 8. áratug síðustu aldar. Nú til dags er frekar litið á vitundarvakninguna um tungumál sem undirflokk í hugmyndafræðinni meðvitund um tungumál. Rannsóknir á henni eru frekar á sviði sálfræði en kennslufræði og fela ekki alltaf í sér að nemandinn eigi að kynnast fjölda tungumála. Af þessum orsökum vilja þeir sem mæla með éveil aux langues frekar að nota annað hugtak á ensku – Awakening to languages – vitundarvakning um tungumál, til að lýsa þessari aðferðafræði.

Gagnkvæmur skilningur milli skyldra tungumála

Þegar aðferðin sem kölluð er gagnkvæmur skilningur á milli skyldra tungumála er notuð lærir nemandinn tvö eða fleiri tungumál innan sömu tungumálafjölskyldunnar samtímis, (rómönsk, germönsk, slavnesk tungumál, o.s.frv.). Aðferðin miðast við að nemandinn kunni eitt tungumálanna. Það getur verið móðurmálið, málið sem kennslan fer fram á eða tungumál sem nemandinn hefur þegar lært. Þegar þessi aðferð er notuð er áherslan lögð á skilninginn milli tungumálanna, þar sem skilningurinn er sá þáttur sem unnið er með þegar þekking á skyldu tungumáli er notuð til að læra nýtt tungumál. Að sjálfsögðu er ekki útilokað að nám með þessari aðferð hafi líka jákvæð áhrif á aðra þætti tungumálsins.  

Á síðari hluta 9. áratug síðustu aldar fór fram nýstárleg vinna á þessu sviði með fullorðna nemendur (þ.a.m. háskólanemendur) í Frakklandi og öðrum löndum þar sem rómönsk tungumál eru töluð. Einnig í Þýskalandi, Skandinavíu og  löndum þar sem slavnesk mál eru töluð. Margir nutu styrkja í gegnum áætlanir Evrópusambandsins við þessa vinnu. Dæmi um aðferðafræðina er hægt að finna í ýmsu efni sem var gefið út til notkunar undir merkjum vitundarvakningar um tungumál, en almennt hefur verið lítil þróun á aðferðinni sem byggir á gagnkvæmum skilningi innan skólanna.

Samþættar kennsluaðferðir

Samþættar kennsluaðferðir miða að því að hjálpa nemendum að finna tengingar á milli nokkurra tungumála sem kennd eru í skólanum. Samþættar kennsluaðferðir byggja á því meginmarkmiði sem aðferðafræði tungumálalegrar og menningarlegrar fjölhyggju mælir með, þ.e. að byggja á því sem nemandinn kann til að ná tökum á því sem hann kann ekki. Tungumálið sem lært er á er notað til að ná tökum á fyrsta erlenda tungumálinu. Það getur síðan verið notað sem stökkbretti til að auðvelda nám á næsta erlendu tungumáli, o.s.frv. Hafa þarf í huga að aðferðin virkar í báðar áttir og hefur líka áhrif á móðurmálsnám nemenda. Nemendur geta þess vegna verið að læra tvö (eða jafnvel þrjú eða fjögur) tungumál samtímis.  

Talsvert langt er síðan að þessi aðferð var kynnt til sögunnar, en það var E. Roulet sem hóf að mæla með henni í byrjun 8. áratugar síðustu aldar. Þessi aðferð hefur líka verið notuð í mörgum verkefnum sem hafa rannsakað hugmyndina um að kenna þýsku á eftir ensku þegar verið er að kenna málin sem erlend tungumál (sbr. kannanir varðandi nám á þriðja tungumáli). Í öðrum rannsóknum hefur verið kannað hvaða möguleikar eru fyrir hendi við að tengja námstungumálið og önnur tungumál sem eru kennd á samþættan hátt. Samþætta kennsluaðferðin hefur einnig verið notuð þar sem kennslan fer fram á tveimur tungumálum og leitast er við að láta nemendur skilgreina hvað er líkt og ólíkt með tungumálunum, án tillits til þess hvaða fag er verið að læra.

Fjölmenningarleg kennsluaðferð

Fjölmenningarlega kennsluaðferðin hefur nú þegar haft greinileg áhrif á kennsluaðferðir sem notaðar eru við tungumálakennslu og er þess vegna frekar vel þekkt. 

Hin ýmsu tilbrigði hennar byggja öll á kennslufræðilegum lögmálum sem mæla með að treyst sé á fyrirbrigði sem snerta eitt eða fleiri menningarsvið frekar en fyrirbrigði sem snerta annað. Einnig er mælt með að þróuð sé stefna þar sem áhersla er lögð á að fá viðbrögð við aðstæðum þar sem fólk úr ólíkum menningarheimum kemst í snertingu við hvert annað. 

Hvers vegna er áhersla lögð á hæfni og úrræði?

Hugtakið „hæfni” ber að skilja á eftirfarandi hátt: 

  • Hæfni tengist að því að geta leyst úr aðstæðum og flóknum verkefnum sem eru mikilvæg í samfélaginu. Verkefnin sem hafa verið skilgreind og hafa samfélagslega þýðingu;
  • Hæfnisuppbyggingu má líkja við talsvert flókið nám;
  • Til að öðlast hæfni er þörf á  ýmiskonar innri úrræðum (yfirleitt blöndu af þekkingu, viðhorfum og færni) og ytri úrræðum (orðabókum, leiðbeinendum, o.s.frv.).

Í lýsingu FREPA á hæfni og úrræðum kemur fram að þau tengjast í grundvallaratriðum tveimur þekkingarsviðum:

  1. Hæfni til samhliða munnlegra og menningarlegra samskipta við framandi aðstæður (þar sem þú ert öðruvísi).
  2. Hæfni til að læra mörg tungumál og menningarafbrigði með aðferðafræði tungumálalegrar og menningarlegrar fjölhyggju. 

FREPA hefur skilgreint úrræði sem notuð eru til að öðlast þessa hæfni. Þessum úrræðum er lýst á eftirfarandi hátt.  

Úrræði ( þekking, viðhorf og færni): 

Hugtakið úrræði er yfirleitt notað yfir hæfni sem einstaklingurinn býr yfir innra með sér.  

Hægt er að kenna uppbyggingu innri úrræða (sem og hvernig nota á utanaðkomandi úrræði) við aðstæður/úrlausn verkefna sem eru allavega að hluta til tekin úr samhengi

Með hæfni er yfirleitt alltaf átt við félagslega færni og þarfir einstaklingsins. Úrræði á hinn bóginn virðast frekar heyra undir vitsmuna- (og þróunar-) sálfræði. Samkvæmt þessum skilningi er það einmitt hæfnin sem þarf að nota þegar tekið er til við úrlausn verkefnis. 

Hvað sem því líður, eru það sennilega úrræðin sem maður getur að einhverju leyti aðgreint og skráð. Skilgreint þau eftir mikilvægi og unnið með þau við kennsluna. 

Aðgengi að lista FREPA yfir skilgreiningar

Skilgreiningarnar eru aðgengilegar á mismunandi hátt og á mismunandi tungumálum: 

  • Þær er að finna á þessari heimasíðu og með því að nota beina tengingu úr texta við internetið er upplýsingaöflunin gerð auðveldari. 
    Þú getur séð skilgreiningarnar annaðhvort á ensku (smelltu á Descriptors flipann efst á síðunni), á frönsku með því að smella á Descrtipteurs flipann, eða á þýsku með því að smella á Deskriptoren flipann. 
  • Skilgreiningarnar eru hluti af FREPA skjalinu – Hæfni og úrræði     
    Sjá undir flipanum Components (enska)/ Éléments (franska) og Insturmente (þýska) efst á síðunni.
  • Skilgreiningarnar er einnig að finna á vefútgáfu FREPA – Tafla með skilgreiningum, sem tekur yfir alla námskrána. Textinn er líka með beina tengingu við internetið sem og myndræna framsetningu þar sem hver þáttur í töflunni er tengdur við námskrá nemandans. 
    Sjá undir flipanum Components (enska) , Éléments (franska), Instrumente (þýska) efst á blaðsíðunni. 

Gagnagrunnurinn

FREPA gagnagrunnurinn – kennsluefni á netinu – býður upp á kennsluefni þar sem notuð er aðferðafræði menningarlegrar og tungumálegrar fjölhyggju

Markmiðið með þessu safni af kennsluefni, þar sem er að finna tillögur á mismunandi tungumálum, er að einfalda aðgengi að því sem fram fer í kennslustofunni. Þetta mun hjálpa nemendum að ná tökum á þekkingu, færni og viðhorfum sem eru þeir þættir sem ramminn skilgreinir sem úrræði og hægt er að byggja upp með aðferðarfræði fjölhyggju. Allt kennsluefni sem mælt er með hefur beina tilvísun í úrræðin sem er að finna í FREPA rammanum.  

Hægt er að skoða gagnagrunninn annaðhvort á ensku (flipinn Teaching materials efst á síðunni) eða á frönsku (flipinn Matériaux didactiques).

Æfingapakki á netinu

Á netinu er að finna æfingapakka fyrir  kennara (kennaranema) sem hafa áhuga á að stunda sjálfsnám í aðferðafræði menningarlegrar og tungumálegrar fjölhyggju og notkun FREPA kennsluefnisins. Kennarar geta notað efnið bæði við undirbúning kennslunnar sem og á kennslutíma.

Æfingapakkinn skiptist í 4 hluta

0. Uppgötvunarhlutinn 

Markmiðið með þessum hluta er að gefa þátttakendunum tækifæri til að vinna verkefni eins og þeir væru nemendur. Með því gefst þeim tækifæri til að uppgötva aðferðafræði menningar og tungumálalegrar fjölhyggju og tenginguna við hugmyndafræði fjöltyngi og fjölmenningarþekkingar, sem og aðferðirnar sem FREPA leggur til.

1. FREPA og stefna í tungumálakennslu ?

Þessi hluti gerir tungumálasérfræðingum kleyft að skoða hvernig  FREPA virkar í tungumálakennslu í skólum í dag, sérstaklega hvað varðar námsmarkmið.

2. Mér gengur illa með kennsluna.. hvernig getur frepa nýst mér ?  

Í þessum hluta fá kennarar aðstoð við að skipuleggja raunhæfa notkun á FREPA og nýta sér aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju. Skoðuð eru ýmis  vandamál sem upp koma við kennslu og almenn kennslufræðileg atriði sem líklegt er að kennarar finni fyrir í vinnu sinni.

3. Mig langar að vinna verkefni með nemendum mínum... Hvernig getur FREPA nýst mér? 

Í þessum hluta er kennurum hjálpað við að nota FREPA rammann og aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju við að búa til og inna af hendi tungumála- og menningartengd verkefni fyrir bekkinn eða skólann. 

Hægt er að nálgast æfingapakkann annaðhvort á ensku (flipinn Teaching materials efst á síðunni) eða á frönsku (flipinn Marériaux didactiques).