Aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju.
(Til upplýsinga fyrir meðlimi samstarfsnetsins: Þetta er útdráttur úr: http://carap.ecml.at/Keyconcepts/Pluralisticapproachestolanguagesandcultures/tabid/2683/language/en-GB/Default.aspx)
Með hugtakinu aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju er vísað til aðferðafræði sem felur í sér að notuð eru nokkur (eða allavega fleiri en eitt) tungumál eða menningarafbrigði samtímis meðan á kennslunni stendur. Þessi aðferð er til mótvægis við kennslu sem kalla mætti „einhliða”, en þar einskorðast aðferðafræðin við eitt tungumál eða menningu án samhengis við önnur tungumál eða menningu (einhliða). Einhliða aðferðir af þessu tagi voru sértaklega hafðar í hávegum þegar tungumálakennsla, sem einungis fór fram á tungumálinu sem kenna átti og síðar „samskipta“ aðferðir voru þróaðar. Allar þýðingar eða tengingar við móðurmálið voru bannaðar í tungumálakennslunni.
Á síðastliðnum þrjátíu árum hafa orðið til fjórar aðferðir við tungumálakennslu þar sem notuð er aðferðafræði fjölhyggju.
Vitundarvakning um tungumál
Vinna við nokkur evrópsk verkefni hefur orðið þess valdandi því að vitundarvakning um vægi tungumála hefur náð að þróast á víðtækari hátt. Skilgreiningin er að hugtakið „vitundarvakning um vægi tungumála sé notað til að lýsa aðferðum þar sem eitthvað af kennslunni kemur inn á tungumál sem ekki er verið að til að kenna í skólanum”. Þetta þýðir samt ekki að aðferðin tengist einungis slíkum tungumálum, heldur öllum tungumálum sem verið er að kenna og læra.
En hún á ekki einungis við tungumál sem hafa verið „lærð”, heldur kemur inn á allskonar önnur tungumálatengd málefni. Þetta geta verið hvaða málefni sem er, t.d. úr umhverfi, fjölskyldulífi og hvaðanæva að úr heiminum. Vegna þess gífurlega fjölda tungumála sem nemendur vinna með virðist vitundarvakningin um tungumál skipta mestu máli í aðferðafræði fjölhyggju. Aðferðafræðin var þróuð sérstaklega og notuð á námskeiði til að bjóða skólabörn velkomin í fjölbreytilegt tungumálaumhverfi við upphaf skólagöngunnar (og kynna þeim fjölbreytileika eigin tungumáls). Þó námskeiðið hafi verið gert fyrir barnaskólastigið má einnig nýta það við tungumálakennslu á öðrum skólastigum.
L´Eveil aux langues (vitundarvakning um tungumál), aðferðafræðin Evlang og Jaling þróuðu sérstaklega, tengist greinilega hreyfingunni meðvitund um tungumál sem E. Hawkins ýtti úr vör í Bretlandi á 8. áratug síðustu aldar. Nú til dags er frekar litið á vitundarvakninguna um tungumál sem undirflokk í hugmyndafræðinni meðvitund um tungumál. Rannsóknir á henni eru frekar á sviði sálfræði en kennslufræði og fela ekki alltaf í sér að nemandinn eigi að kynnast fjölda tungumála. Af þessum orsökum vilja þeir sem mæla með éveil aux langues frekar að nota annað hugtak á ensku – Awakening to languages – vitundarvakning um tungumál, til að lýsa þessari aðferðafræði.
Gagnkvæmur skilningur milli skyldra tungumála
Þegar aðferðin sem kölluð er gagnkvæmur skilningur á milli skyldra tungumála er notuð lærir nemandinn tvö eða fleiri tungumál innan sömu tungumálafjölskyldunnar samtímis, (rómönsk, germönsk, slavnesk tungumál, o.s.frv.). Aðferðin miðast við að nemandinn kunni eitt tungumálanna. Það getur verið móðurmálið, málið sem kennslan fer fram á eða tungumál sem nemandinn hefur þegar lært. Þegar þessi aðferð er notuð er áherslan lögð á skilninginn milli tungumálanna, þar sem skilningurinn er sá þáttur sem unnið er með þegar þekking á skyldu tungumáli er notuð til að læra nýtt tungumál. Að sjálfsögðu er ekki útilokað að nám með þessari aðferð hafi líka jákvæð áhrif á aðra þætti tungumálsins.
Á síðari hluta 9. áratug síðustu aldar fór fram nýstárleg vinna á þessu sviði með fullorðna nemendur (þ.a.m. háskólanemendur) í Frakklandi og öðrum löndum þar sem rómönsk tungumál eru töluð. Einnig í Þýskalandi, Skandinavíu og löndum þar sem slavnesk mál eru töluð. Margir nutu styrkja í gegnum áætlanir Evrópusambandsins við þessa vinnu. Dæmi um aðferðafræðina er hægt að finna í ýmsu efni sem var gefið út til notkunar undir merkjum vitundarvakningar um tungumál, en almennt hefur verið lítil þróun á aðferðinni sem byggir á gagnkvæmum skilningi innan skólanna.
Samþættar kennsluaðferðir
Samþættar kennsluaðferðir miða að því að hjálpa nemendum að finna tengingar á milli nokkurra tungumála sem kennd eru í skólanum. Samþættar kennsluaðferðir byggja á því meginmarkmiði sem aðferðafræði tungumálalegrar og menningarlegrar fjölhyggju mælir með, þ.e. að byggja á því sem nemandinn kann til að ná tökum á því sem hann kann ekki. Tungumálið sem lært er á er notað til að ná tökum á fyrsta erlenda tungumálinu. Það getur síðan verið notað sem stökkbretti til að auðvelda nám á næsta erlendu tungumáli, o.s.frv. Hafa þarf í huga að aðferðin virkar í báðar áttir og hefur líka áhrif á móðurmálsnám nemenda. Nemendur geta þess vegna verið að læra tvö (eða jafnvel þrjú eða fjögur) tungumál samtímis.
Talsvert langt er síðan að þessi aðferð var kynnt til sögunnar, en það var E. Roulet sem hóf að mæla með henni í byrjun 8. áratugar síðustu aldar. Þessi aðferð hefur líka verið notuð í mörgum verkefnum sem hafa rannsakað hugmyndina um að kenna þýsku á eftir ensku þegar verið er að kenna málin sem erlend tungumál (sbr. kannanir varðandi nám á þriðja tungumáli). Í öðrum rannsóknum hefur verið kannað hvaða möguleikar eru fyrir hendi við að tengja námstungumálið og önnur tungumál sem eru kennd á samþættan hátt. Samþætta kennsluaðferðin hefur einnig verið notuð þar sem kennslan fer fram á tveimur tungumálum og leitast er við að láta nemendur skilgreina hvað er líkt og ólíkt með tungumálunum, án tillits til þess hvaða fag er verið að læra.
Fjölmenningarleg kennsluaðferð
Fjölmenningarlega kennsluaðferðin hefur nú þegar haft greinileg áhrif á kennsluaðferðir sem notaðar eru við tungumálakennslu og er þess vegna frekar vel þekkt.
Hin ýmsu tilbrigði hennar byggja öll á kennslufræðilegum lögmálum sem mæla með að treyst sé á fyrirbrigði sem snerta eitt eða fleiri menningarsvið frekar en fyrirbrigði sem snerta annað. Einnig er mælt með að þróuð sé stefna þar sem áhersla er lögð á að fá viðbrögð við aðstæðum þar sem fólk úr ólíkum menningarheimum kemst í snertingu við hvert annað.