FREPA á Íslandi
Á þessari blaðsíðu er að finna yfirlit stöðu mála á Íslandi og upplýsingar um þau skjöl sem til eru á íslensku.
Yfirlit yfir FREPA:
Um hvað snýst FREPA? Í FREPA er að finna ítarlegar lýsingar á fjöltyngdri og fjölmenningarlegri menntun sem best er að þróa með aðferðafræði tungumálalegrar og menningarlegrar fjölhyggju. Þess vegna skipar FREPA þýðingarmikinn sess við að ná menntunarmarkmiðum Evrópuráðsins á sviði tungumála og menningar.
Hvað er aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju?
Hverjir ættu að vita um FREPA? Allir kennarar sem hafa áhuga á fjöltyngdri og fjölmenningarlegri menntun, án tillits til þess hvaða fag þeir kenna. Einnig þeir sem sjá um að þjálfa kennara, stefnumótendur, þeir sem koma að gerð námskrár og kennsluáætlana sem og höfundar kennslubóka.
FREPA býður upp á:
• kerfisbundna lýsingu á hæfni og úrræðum (þekkingu, færni og viðhorfum) sem þróa ætti innan ramma fjöltyngdra og fjölmenningarlegra kennsluhátta.... meira...
• gagnagrunn þar sem er að finna kennsluefni til notkunar á netinu
• æfingapakka á netinu til notkunar við þjálfun nýútskrifaðra og starfandi kennara.
ÞARFIR OG MÖGULEIKAR FREPA Á ÍSLANDI (Um stöðuna á Íslandi):
Málfarslega er íslenska þjóðfélagið svo að segja eintyngt og er tungumálið sem talað er íslenska. Samt sem áður er það svo að Ísland er í auknum mæli að kynnast menningarmun og fleiri tungumálum, einkum vegna mikils fjölda innflytjenda til landsins á síðastliðnum árum. Flestir innflytjendurnir koma frá löndum Austur-Evrópu. Fjöldi barna í leikskólum og grunnskólum, sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, hefur meira en tvöfaldast á síðastliðnum tíu árum. Þessi staðreynd hefur kallað á breytingar í menntastefnu og kennsluháttum með vaxandi áherslu á fjölbreytileika tungumála og menningar.
Nauðsynlegt er að nota það sem boðið er upp á í rammaáætluninni um aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju (FREPA) við gerð kennsluefnis undir merkjum fjölmenningar og fjöltyngi. Þetta getur skipt miklu máli varðandi þróun samþættrar námskrár í tungumálum í íslenskum skólum. Bæði tungumálakennarar og almennir kennarar geta nota FREPA til að ýta undir fjöltyngi og fjölmenningarlega hæfni innan skólana. Aðferðirnar er hægt að nota til að auka meðvitund um tungumál og glæða jákvæð viðhorf gagnvart öðrum tungumálum og aðgerðum svo sem Samevrópska rammanum um tungumál og Evrópsku tungumálamöppunni.