en  fr  de

FREPA in Germany

This country page offers an overview about developments in Germany and documents available in German. This page is only available in the country's language.

Æfingapakki á netinu

Á netinu er að finna æfingapakka fyrir  kennara (kennaranema) sem hafa áhuga á að stunda sjálfsnám í aðferðafræði menningarlegrar og tungumálegrar fjölhyggju og notkun FREPA kennsluefnisins. Kennarar geta notað efnið bæði við undirbúning kennslunnar sem og á kennslutíma. 

Æfingapakkinn skiptist í 4 hluta

0. Uppgötvunarhlutinn 

Markmiðið með þessum hluta er að gefa þátttakendunum tækifæri til að vinna verkefni eins og þeir væru nemendur. Með því gefst þeim tækifæri til að uppgötva aðferðafræði menningar og tungumálalegrar fjölhyggju og tenginguna við  hugmyndafræði fjöltyngi og fjölmenningarþekkingar, sem og aðferðirnar sem FREPA leggur til. 

1. FREPA og stefna í tungumálakennslu 

Þessi hluti gerir tungumálasérfræðingum kleyft að skoða hvernig  FREPA virkar í tungumálakennslu í skólum í dag, sérstaklega hvað varðar námsmarkmið.

2. Mér gengur illa með kennsluna.. Hvernig getur FREPA nýst mér ? 

Í þessum hluta fá kennarar aðstoð við að skipuleggja raunhæfa notkun á FREPA og nýta sér aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju. Skoðuð eru ýmis  vandamál sem upp koma við kennslu og almenn kennslufræðileg atriði sem líklegt er að kennarar finni fyrir í vinnu sinni.

3. Mig langar að vinna  verkefni með nemendum mínum... Hvernig getur FREPA nýst mér?  

Í þessum hluta er kennurum hjálpað við að nota FREPA rammann og aðferðafræði menningarlegrar og tungumálalegrar fjölhyggju við að búa til og inna af hendi tungumála- og menningartengd verkefni fyrir bekkinn eða skólann. 

Hægt er að nálgast æfingapakkann annaðhvort á ensku (flipinn Teaching materials efst á síðunni) eða á frönsku (flipinn Marériaux didactiques).